1. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, miðvikudaginn 12. júní 2013 kl. 09:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:00
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Minnisblað um hlutverk og störf efnahags- og viðskiptanefndar. Kl. 09:00
Nefndarritarar kynntu störf nefndarinnar fyrir nefndarmönnum.

2) 1. mál - ráðstafanir í ríkisfjármálum Kl. 10:00
Þau Guðrún Þorleifsdóttir lögfræðingur og Davíð Davíðsson hagfræðingur frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu mættu á fund nefndarinnar og kynntu málið fyrir nefndinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál efnahags- og viðskiptanefndar á 142. þingi Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00